Share Mín skoðun
Share to email
Share to Facebook
Share to X
Heil og sæl. Í dag er Guðjón Þórðarson á línunni og við förum yfir lansleikinn gegn Wales og rýnum til gagns. Guðjón segir sína skoðun á hvað er að og margt fleira. Svanhvít er svo á línunni og við tölum aðeins um íslenska landsliðið í fótbolta, sem og enska boltann sem rúllar aftur af stað, íslenska karlalandsliðið í körfubolta sem mætir Ítalíu á föstudag og förum aðeins í handboltann í gær. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og Guðjóni Þórðarsyni og við spáum í leiki Íslands í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales ásamt því að velta fyrir okkur þjálfaramálum hjá landsliðinu og fleira. Svanhvít er svo á línunni og við tölu um körfuboltann hér heima sem og handboltann og förum nokkuð vel yfir þetta allt saman. Við spáum einnig í leiki Íslands í Þjóðdadeildinni og viljum svo minna á Faceebook síðu þáttarins, MÍN SKOÐUN, en þar kemur inn í kvöld spá ykkar fyrir leikinn gegn Svartjallandi. Vinningshafinn fær gjafabréf að upphæð 10.000kr. frá BK-kjúklingi. Takk fyrir að hlusta og takk fyrir BK-Kjúklingur.
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kára Kristjáni Kristjánssyni handboltasnillingi og við ræðum ítarlega um landsliðið okkar og sitthvað fleira. Þá hringi ég í Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara kvenna í körfuknattleik og þjálfara karlaliðs Tindastóls og við tölum um kvennalandsliðið okkar og aðeins um Bónusdeildina. Þá heyri ég i henni Svanhvíti og við tölu ítarlega um Bónusdeildina og einnig um fréttir og slúður, ásamt nokkrum Krummasögum og fleiru því tengdu í íslenska fótboltanum. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
Í þætti dagsins eru fjórir viðmælendur og mikið fjör. Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur í fótboltanum spjalllar við mig um Víking í evrópukeppninni, Grindavík og næsta sumar, evrópuboltann, enska, spænska og ítalska boltann. Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í handbolta ræðir við mig um landsliðið okkar, Olísdeildina og ferðalag Hauka til Azerbaijan. Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í körfubolta er á línunni um Bónusdeildina, hans lið og deildina ásamt að tala um Wendell Green sem Keflavík lét fara. Þá er Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri Íslensk Toppfótbolta á línunni og hann upplýsir okkur um þá fjármuni sem eru að koma í Bestu deildina og einnig hvað Víkingur er að fá í sinn hlut fyrir þessa frábæru frammistöðu Sambandsdeildinni, mjög athyglisvert. Ég er líklega að gleyma einhverju en takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur, besti kjúklingastaður landsins.
Í þætti dagsins er komið víða við. Arnar Daði handboltasérfræðingur er á línunni og við ræðum um landsleikinn á morgun á milli Íslands og Bosníu og einnig stöðuna í boltanum hér heima. Ég heyri í Þórhalli Dan og við tölum um meistaradeildina í fótbolta, Víking í Sambandsdeildinni, KSÍ og ráðningar þjálfara og svo tvær Krummasögur. Þá heyri ég í Svanhvíti og við förum ítarlega yfir gang mála í meistaradeildinni ásamt öðrum helstu leikjum í evrópumótunum í vikunni. Þetta og sitthvað fleira í þættir dagsins. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
Í þætti dagsins er komið víða við. Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ er á línunni. ÉG hringi í Benedikt Guðmundsson þjálfara Tindastóls í körfuboltanum. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta karla er svo í viðtali og að lokum heyri ég í Kristni Kærnested sérfræðingi þáttarins. Nóg um að vera, njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur besti kjúlli landsins.
Í þætti dagsins er uppgjör Bestu deildar karla með Kristni Kærnested, Svanhvíti og Þórhalli Dan. Það er nóg um að tala. Einnig er farið í körfuboltann hér heima sem og handboltann og þá einkum í leiki FH og Vals í Evrópudeildinni. Við tölum um hugsanlegan nýjan þjálfara Man.Utd. útnefningu bestu leikmanna heims og svo læðist ein Krummasaga þarna á milli. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Viðmælendur eru Kristinn Kærnested, Svanhvít, Guðmundur Torfason formaður Fram og Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings. Það er margt sem er rætt í dag, Besta deildin, Víkingur-Breiðablik, botnbaráttan, Valur eða Stjarnan í 3.sæti. Bónusdeildin í körfubolta, Olísdeildin í handbolta, enski boltinn, El Clasico og svo margt fleira og einni fréttir og slúður. Al Pacino kemur svo við sögu í lok þáttar. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur og ég minni á Mín Skoðun á Facebook. Á morgun verður settur inn BK-tippleikur fyrir leik Víkings og Breiðabliks.
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru Kristinn Kærnested, Svanhvít og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í handbolta í spjalli hjá mér. Besta deildin og öll stóru atriðin um helgina eru tekin fyrir. Meistaradeildin, Evrópudeildin, Víkingur í Sambandsdeildinni, fréttir og slúður og svo Evrópudeildin í handbolta. Ein lítil Krummasaga læðist þarna innan um líka. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.
Í þætti dagsins er mikið fjör. Svanhvít er á línunni sem og Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar í körfubolta. Þá spjalla ég við Þórhall Dan. Besta deildin fer aftur af stað sem og enski boltinn. Verður Ten Hag rekinn um helgina? Viðar tjáir sig um atvikið í gær í hálfleik í leiknum gegn Grindavík og fleira til. Laugardalsvöllur er til umræðu, Börkur í Val, Olísdeildin í handbolta og margt, margt fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur.
The podcast currently has 1,242 episodes available.
153 Listeners
10 Listeners
7 Listeners
24 Listeners
11 Listeners
1 Listeners
27 Listeners
71 Listeners
27 Listeners
2 Listeners
9 Listeners
0 Listeners
3 Listeners
1 Listeners
0 Listeners