Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Kristni Kærnested og við tölum enska boltann, meistaradeildina, Víking í Sambandsdeildinni, KR-völlinn og ég spyr hann að því hvort hann sé að fara að taka við sem formaður KRog ein Krummasaga dettur inn. Víðir Sigurðsson, er í viðtali vegna útgáfu bókarinnar, Íslensk knattspyrna 2024, og við tölum um bókina ásamt því að ég spyr hann tveggja spurngina í lokin. Hver verður ensku meistari og hvernig kemur Íslandi til með að ganga á HM í handbolta? Svanhvít er svo á línunni og við tölum um West Ham og Antonio, bikarkeppnirnar í körfubolta og handbolta, meistaradeildin og Sambandsdeildin í fótbolta og staða Víkings ásamt að tala um Cecelíu Rán Rúnarsdóttur markvörð Inter. Þetta og sitthvað fleira. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.