Ingólfur Guðbrandsson var ekki aðeins stofnandi og söngstjóri Pólýfónkórsins heldur var hann jafnframt einn mesti frumkvöðull íslands á sviði ferðamála á sinni tíð og skipulagði ferðir fyrir Íslendinga vítt um heim í áratugi. Tónleikar til heiðurs honum verða haldnir i Iðnó á morgun í tilefni af því að áratugur er liðinn frá andláti hans og viðburðarríkrar æfi og frumkvöðlastarfs Ingólfs verdur minnst með því tungumáli sem mest er við hæfi á þessum tímamótum, tónlist.
Við fjölluðum í síðustu viku um forræðis- og umgengnismál sem erfitt er að leysa. Þetta eru flókin og viðkvæm mál þar sem til dæmis geta komið upp þær aðstæður að báðir foreldrar ásaka hvort annað um ofbeldi og barnið, eða börnin eru í miðju deilunnar. Við hittum Heiðu Björgu Pálmadóttur forstjóra Barnaverndarstofu og fræddumst um það hvernig kerfið tekst á við þessi mál.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ásdís Thoroddsen kvikmyndaleikstjóri, en heimildamynd Gósenlandið í leikstjórn Ásdísar er frumsýnd á fimmtudaginn í Bíó Paradís, en hún fjallar um matarsögu Íslands. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON