Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa ákært 32 ára karlmann fyrir morð og nauðgun á hinni 17 ára Emilie Meng. Emilie hvarf sporlaust þann 10. júlí árið 2016 þar sem hún var á leið heim frá lestarstöðinni í heimabæ sínum Korsør eftir að hafa verið úti að skemmta sér um kvöldið. Ekkert spurðist til Emilie fyrr en á aðfangadag 2016, 168 dögum eftir að síðast sást til hennar, fannst hún í stöðuvatni tæpa 70 kílómetra frá heimili sínu. Þar hafði hún líklega legið frá því nóttina sem hún hvarf. Augljóst var að brotið hafði verið gegn henni. Rannsókn málsins gekk illa en óskýrar upptökur úr öryggismyndavél leiddu lögregluna loks á spor morðingjans. Snorri Rafn Hallsson skoðar morðið á Emilie Meng.