Birgir Snæbjörn Birgisson segir frá sýningunni Louder than bombs sem finna má í Berg Contemporary galleríi við Klapparstíg og hefur að geyma verk hans og tveggja finnskra listamanna Heidi Lampenius og Miikka Vaskola.
Þórdís Bachmann þýðandi segir frá bókinni Fahrenheit 451 eftir Ray Bradbury sem er bók vikunnar að þessu sinni. Þetta er ein þekktasta vísindaskáldsaga 20. aldarinnar en ný íslensk þýðing kom út á dögunum.
Svo koma til okkar í heimsókn Reynir Hauksson, flamengogítarleikari búsettur í Andalúsíu og Jacób de Carmen söngvari og félagi hans. Þeir ætla að syngja og leika flamengo tónlist í Salnum í Kópavogi og víðar um land næstu daga.
Kristinn Már Pálmason segir frá myndlistarsýningunni Sensible Structures í Kling og Bang.