Mannlegi þátturinn

Mýrdalshlaupið, nýr veðurvefur á ruv.is og Baugur Bjólfs


Listen Later

Mýrdalshlaupið hefur tryggt sér sess meðal bestu og stærstu utanvegahlaupaviðburða á Íslandi síðustu ár og fer nú fram í 12. skipti þann 31. maí að Vík í Mýrdal. Allt skipulag og utanumhald hlaupsins er í höndum einnar fjölskyldu frá Vík og hlaupið er ræst í fjörunni í Vík og hlaupa allir keppendur upp á Reynisfjall vestan við þorpið þar sem leiðir skilja. Hlaupið er eitt mest krefjandi utanvegahlaup á Íslandi vegna mikillar hækkunar og lækkunar, mikils bratta og fjölbreytts undirlags. Guðni Páll Pálsson, einn af skipuleggjendunum og meðlimur fjölskyldunnar sem stendur að hlaupinu, kom til okkar í dag og með honum var Þorsteinn Roy Jóhannesson sem er einn besti utanvegahlaupari landsins.
Veðrið og margbreytileiki er auðvitað fyrirferðamikið í umræðunni, enda hefur það mikil áhrif á okkar daglega líf hér á eyjunni í Norður-Atlantshafi. Nú hefur opnað nýr veðurvefur á ruv.is og er hann síuppfærður með veðurupplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Lögð er áhersla á að greina frá veðurspánni á myndrænan hátt þar sem hægt er að skoða allar veðurstöðvar landsins og nágrenni þeirra og fá langtímaspár og ýmislegt fleira. Við heyrðum í Birgi Þór Harðarsyni vefstjóra ruv.is fengum hann til að segja okkur betur frá þessum nýja vef sem hægt er að finna á www.ruv.is/vedur og á www.vedurspa.is.
Í Landnámu er sagt frá landnámsmanninum Bjólfi, sem fyrstur nam Seyðisfjörð. Ekki er mikið meira fjallað um ferðir Bjólfs, en sagan segir að hann sé heygður hátt uppi í fjallinu. Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur sem mun sitja á Bæjarbrún, fyrir neðan Baugstind, þar sem er einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð og í raun til allra átta. Við slógum á þráðinn austur og töluðum við Aðalheiði Borgþórsdóttur, atvinnu- og menningarmálastjóri hjá Múlaþingi og fyrrum sveitarstjóri Seyðisfjarðar, og fengum hana til að segja okkur betur frá þessu verkefni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Dúddi rádd'okkur heilt / Stuðmenn og Eggert Þorleifsson (Sigurður Bjóla Garðarsson, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson)
Stingum af / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson, texti Hallgrímur Helgason)
Simple pleasures / Blood harmony (Ösp Eldjárn)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners