Haustið 2020 var sett af stað þróunarverkefni innan VIRK tengt kulnun (e.burnout). Upphaf verkefnisins má að mörgu leyti rekja til aukinnar umræðu um kulnun á vinnumarkaði, en sú umræða hefur verið töluverð síðastliðin ár. Á sama tíma hafa rannsóknir aukist í stöðugum mæli í alþjóðasamfélaginu. Það hafa þó verið gríðarlega mismunandi áherslur í þessum rannsóknum og stuðst við ólíkar skilgreiningar á kulnun. VIgdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk kemur til okkar.
Og við ætlum að fræðast um nagdýr. Dóra Lena Christians er bókmenntafræðinemi og starfsmaður gæludýrabúðar sem tók eftir því að almenn þekking á þörfum smárra gæludýra var af mjög skornum skammti þannig hún setti upp vefsíðuna nagdyr.is þar sem má finna ýmsan fróðleik um þau. Það er nefnilega ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en fólk fær sér til dæmis hamstur eða mús sem gæludýr.
Við heyrum að lokum viðtal sem Kristín okkar Einarsdóttir á Ströndum tók við Vilhelm Vilhelmmson sagnfræðing í maí í fyrra en hann hefur rannsakað selveiðar við Ísland
og leitað fanga í ýmsum heimildum. Kristín hitti Vilhelm á selaslóðum eða á
Hvammstanga þar sem einmitt selasetrið er til húsa.
Umsjón Þorgerður Ása og Guðrún Gunnars