Álhatturinn

NBA deildin í körfubolta er töluvert rigguð


Listen Later

NBA deildin í körfubolta er líklega stærsta körfuboltadeild í heimi. 

Eða í það minnsta sú lang stærsta og tekjuhæsta og sértu af aldamótakynslóðinni þá manstu vafalaust eftir NBA æðinu, sem greip um sig meðal ungra íslendinga, seint á síðustu öld og mögulega áttir þú eitthvað af körfuboltamyndum. NBA deildin er oft á tíðum gífurlega spennandi og skemmtileg og milljónir horfa á útsendingar frá deildinni í viku hverri.  

Margir leikmenn verða heimsfrægir eða jafnvel goðsagnir og það verður að teljast afskaplega eftirsótt að leika í deildinni. Jafnvel fyrir einhver af minni og ómerkari liðum deildarinnar. Fólk elskar þessa íþrótt og ástríða leikmanna og stuðningsmanna er gífurlega mikil. En getur verið að þessi fallega íþrótt sé kannski ekki svo falleg þegar betur er að gáð? Hvað ef það er eitthvað rotið og morkið undir niðri og brögð eru í tafli? 

Peningarnir hafa löngum ráðið ansi miklum í íþróttum almennt og þá sérstaklega kannski í bandarískum íþróttum en NBA deildin hefur reynt að verjast áhrifum peningaaflanna með launaþaki og takmörkunum á heildarlaunakostnaði liðanna í deildinni. 

Þá er nýliðavalið í deildinni sett þannig upp að minni spámennirnir og slökustu lið deildarinnar eiga meiri möguleika á að fá fyrsta val og þannig meiri líkur á að fá bestu nýliðina til sín. Þannig reynir deildin að tryggja jafnræði milli liða og koma í veg fyrir að tiltekin lið einoki toppbaráttuna og titlana ár eftir ár eftir ár líkt og þekkist t.d í knattspyrnu deildum víðsvegar í Evrópu. 

Hvar öll spenna hefur verið mergsogin úr keppninni til þess að hygla örfáum ógnarsstórum og valdamiklum liðum. Eins og t.d þegar talað er um stóru liðin sex á englandi sem knattspyrnuiðkendur ættu vel að kannast við.

 En duga þessar reglur til? Virka þær í raun? Hversu oft fá litlu eða svokölluðu lélegu liðin raunverulega fyrsta val í nýliða valinu og hvernig er tryggt að stærri liðin bjóði ekki bara leikmönnunum  gull og græna skóga síðar til þess að lokka þá til sín? 

Hvað ef við segðum þér lesandi góður að leikmennirnir sjálfir hafa í raun ekkert að segja um framtíð sína og geti ekki með nokkru móti komið í veg fyrir félagaskipti ef liðið þeirra ákveður að skipta þeim út?

Það er því eðlilegt að álhattar um víða veröld og aðrir jaðarhópar sem eiga það til að hugsa út fyrir kassann spyrji sig hvort hægt sé að treysta ráðamönnum deildarinnar eða úrslitum í deildinni. 

Hvað býr raunverulega að baki flóknum og illskijanlegum ákvörðunartökum þessara frómu herra? Spilling? Hagur deildarinnar? Snýst þetta um að gera það besta fyrir leikmanninn, liðið og stuðningsmennina eða hittast bara einhverjir siðblindir sultupardusar og fjörulallar í reykfylltum bakherbergjum og ákveða þetta allt með einungis sína eiginhagsmuni í huga?

Þetta og svo margt, margt fleira áhugavert og skemmtilegt í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeir kumpánar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá skemmtilegu kenningu að NBA deildin í körfubolta sé töluvert rigguð(sviðsett/ákveðin fyrirfram).

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

  • https://www.youtube.com/shorts/zG1D2G8d7wE
  • https://www.youtube.com/watch?v=ZYl6bQNvcWQ
  • https://www.youtube.com/watch?v=9lRlaUKBdTw
  • https://www.youtube.com/watch?v=KKCXnovChTs
  • https://www.youtube.com/watch?v=9lRlaUKBdTw

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

125 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

129 Listeners

FM957 by FM957

FM957

29 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

15 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners