Víðsjá

Nóbellinn, Parthenon, Cauda Collective og listþörfin


Listen Later

Víðsjá 7. október 2021
Sænska akademían tilkynnti í morgun að Abdulrazak Gurnah fái Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Í rökstuðningi akademíunnar segir að Gurnah fái verðlaunin fyrir að fjalla um áhrif nýlendustefnunnar á óvæginn og skarpskyggnan hátt í skáldverkum sínum, fyrir að fjalla um örlög flóttamanns sem staddur er í gjá milli menninga og heimsálfa. Víðsjá heyrir af ánægju Tansaníumanna með veitingu verðlaunanna.
Og nýlendustefnan kemur einnig fyrir þegar Víðsjá kynnir sér tveggja alda gamla deilu á milli Bretlands og Grikklands. Deilan um Parthenon verkin hefur staðið allt frá því að Elgin lávarður tók þau af Akrópólisarhæð árið 1801 og seldi þau síðar breska ríkinu.
UNESCO hefur reynt að miðla málum í deilunni undanfarna áratugi en án árangurs. Það dró þó til tiðinda í vikunni þegar UNESCO tók í fyrsta sinn afdráttarlausa afstöðu með endurheimt þessara merku menningarminja og biðlaði til Breta um að skila verkunum heim til Grikklands. Rætt verður við Guðrúnu Dröfn Whitehead, lektor í safnafræði, um málið.
Tvær tónlistarkonur heimsækja Víðsjá, þær Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari og Sigrún Harðardóttir fiðluleikari, en þær leika ásamt víóluleikaranum Þóru Margréti Sveinsdóttur á nýlegri plötu tónlistarhópsins Cauda Collective þar sem unnið er með fornan tónarf þorlákstíða. Þær þrjár semja og spinna tónlist út frá þessum forna arfi á forvitnilegan hátt.
Og Dagur Hjartarsson flytur hlustendum pistil eins og hann gerir hér í Víðsjá aðra hverja víku. Dagur er sem fyrr með hugann við listþörfina og ímyndunaraflið.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

90,922 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

19 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

15 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners