Mannlegi þátturinn

Ný námsbraut hjá VMA, hrós- og þakkarkort, huggunarmatur


Listen Later

Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er nú gerð tilraun með nýja námsbraut fyrir nemendur sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Þetta tilraunaverkefni var sett af stað vegna þess að nemendum sem höfðu engan grunn í tungumálinu fjölgaði hratt. Nýju brautinni er ætlað að skapa umgjörð í kringum þennan fjölbreyta hóp til að hjálpa þeim að læra íslensku sem nýtist svo í áframhaldandi námi eða á íslenskum vinnumarkaði. Við kíktum í heimsókn í Verkmenntaskólann og ræddum þar við þær Jóhönnu Björk Sveinbjörnsdóttur og Hörpu Jörundardóttur sem sögðu betur frá brautinni.
Jensína Edda Hermannsdóttir leikskólastýra kom svo til okkar í dag, hún sagði okkur frá því hvernig þau hafa æft og iðkað jákvæða athygli með börnunum í Leikskólanum Laufásborg, þar sem þau notast meðal annars við hróskort og þakkarkort. Jensína útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum.
Við fengum svo innslag sem Björk Þorgrímsdóttir vann fyrir Mannlega þáttinn, en hún var starfsnemi hér á Rás 1. Hún var að velta fyrir sér fyrirbærinu comfort food, sem gæti verið þýtt á íslensku sem huggunarmatur. Hún spurði fjórar manneskjur á förnum vegi um þeirra huggunarmat. Svo talaði hún við Jón Þór Pétursson, nýdoktor í þjóðfræði um huggunarmat og hvað það er í raun flóknara að borða í dag þrátt fyrir allsnægtir og auðvelt aðgengi.
Tónlist í þættinum í dag:
Danska lagið / Bítlavinafélagið (Eyjólfur Kristjánsson)
Helga / Magnús Kjartansson (Magnús Kjartansson
Rock'n'roll öll mín bestu ár / Brimkló (lag K. Johnson, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners