Mannlegi þátturinn

Ný uppgötvun í sambandi við fósturlát, Discover Grindavík og veðurspjallið


Listen Later

Við fræddumst í dag um nýja uppgötvun vísindafólks Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra í Danmörku þar sem þau raðgreindu tæplega fimm hundruð sýni úr fósturlátum meðal danskra fjölskyldna og komust að því að ein af hverjum 136 þungunum endar með fósturláti vegna nýrra stökkbreytinga í fóstrinu. Þetta samsvarar því að slíkar stökkbreytingar valdi um milljón fósturlátum árlega á heimsvísu. Hákon Jónsson og Guðný A. Árnadóttir, vísindafólk hjá Íslenskri erfðagreiningu, komu í þáttinn í dag og útskýrðu fyrir okkur hvernig þessar rannsóknir komu til, hvernig þær voru framkvæmdar, niðurstöðurnar og hvað þær þýða.
Þrátt fyrir jarðskjálfta, eldgos og viðvarandi óvissu í Grindavík hefur fyrrverandi kennari, og fyrrverandi upplýsinga- og markaðsfulltrúi bæjarins til 17 ára, Kristín María Birgisdóttir, fundið ný tækifæri til að halda sögu Grindavíkur á lofti. Hún hefur stofnað ferðaþjónustufyrirtækið DISCOVER GRINDAVÍK fyrir erlenda og innlenda ferðamenn þar sem hún ætlar að rekja sögu bæjarins og náttúruhamfaranna undanfarin ár. Kristín María sagði okkur frá þessu í þættinum.
Einar Sveinbjörnsson var svo hjá okkur í dag með veðurspjallið, reyndar í beinni sambandi frá Lettlandi. Í þetta sinn talaði hann við okkur um hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa í Eystrasaltsríkjunum. Svo talaði hann um moskítóflugur og vangavelturnar sem koma upp aftur og aftur, þ.e. af hverju þær berast ekki til Íslands? Á meðan þær til dæmis grassera á Grænlandi. Tengist það veðurfarinu? Og að lokum endaði Einar á hugleiðingum um sjávarhitann, sem er nú óvenjulega hár fyrir norðan land, hvað veldur því?
Tónlist í þættinum í dag:
Heim í Búðardal / Ðe lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)
Gvendur á Eyrinni / Dátar (Rúnar Gunnarsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Hæ Mambó / Haukur Morthens og Kvintett Jörn Grauengaard (Merril, texti Loftur Guðmundsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners