Ný íslensk vegabréf voru tekin í gagnið í byrjun febrúar með nýrri hönnun og ýmsum nýjungum. Við skoðum nýju íslensku vegabréfin með Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, og Þorvarði Kára Ólafssyni, fagstjóra skilríkjamála.
Við heyrum brot úr bók vikunnar og viðtal við höfundinn, en að þessu sinni er það verðlaunabókin Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Safnanótt fór fram í síðustu viku þar sem yfir 50 söfn á höfuðborgarsvæðinu opnuðu dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Tíðindamaður Víðsjár, Stefán Ingvar Vigfússon, hljóp á milli fjölmargra viðburða á safnanótt og segir frá upplifun sinni í þætti dagsins.
Jón Kr. Ólafsson, dægurlagasöngvari frá Bíldudal ætlar að halda upp á 60 ára sviðsafmæli með tónleikum í hátíðarsal FÍH á föstudaginn. Jón Kr. heimsækir Ný vegabréf, Jón Kr í 60 ár, Safnanótt og Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson