Mannlegi þátturinn

Nýtt útvarpsleikrit, Sigvaldi og jólakveðjurnar og Ragnar Torfason


Listen Later

Með tík á heiði er nýtt íslenskt útvarpsleikrit í fjórum hlutum eftir Jóhönnu Friðrikku Sæmundsdóttur, í leikstjórn Silju Hauksdóttur. Fyrsti hluti verksins verður sendur út hér á Rás 1 á aðfangadag, en verkið fléttar saman sögum tveggja kvenna á Íslandi með hundrað ára millibili. Þær Jóhanna og Silja hafa unnið saman áður, en þær skrifuðu, ásamt Göggu Jónsdóttur, kvikmyndina Agnes Joy, sem þær hlutu Edduverðlaun fyrir sem mynd ársins og fyrir besta handritið. Auk þess var kvikmyndin nýlega valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Við fengum þær Jóhönnu og Silju í þáttinn í dag í spjall um kvikmyndina, útvarpsleikritið og samstarfið.
Sigvaldi Júlíusson er hlustendum Rásar 1 vel kunnugur, hann var auðvitað þulur í áratugi. Ingibjörg Fríða Helgadóttir, frá KrakkaRÚV fékk þau Vigdísi Unu Tómasdóttur, 10 ára og Kára Tuvia Ruebner Kjartansson, 9 ára, með sér í lið til að taka viðtal við Sigvalda meðal annars um jólakveðjuhefð Rásar 1, hvort það sé ekki erfitt að lesa svona mikið á einum degi, hver sé fallegasta jólakveðja sem hann hefur lesið og hver sé sú skrýtnasta? Í lokin hjálpast þau við að flytja krökkum og fjölskyldum landsins jólakveðju frá KrakkaRÚV. Við fengum að flytja viðtalið í þættinum í dag.
Ragnar Torfason er alinn upp á Finnbogastöðum í Trékyllisvík, þar tóku jólasveinar hlutverk sitt alvarlega og Ragnar hefur ásamt öðrum fetað í þeirra fótspor. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Ragnar á heimili hans í Reykjavík og fékk hann til að rifja upp jólin á Ströndum.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners