Farið á kaffihúsið Mokka þar sem ljósmyndasýningin Oaxaca (framburður: Óa-haka) prýðir veggina næsta mánuðinn. Orri jónsson segir frá ferð til Mexíkó og verki sem hefur verið í vinnslu í 27 ár. Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um smásagnasafnið Váboða eftir Ófeig Sigurðsson. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Sagan af Washington Black eftir kanadíska rithöfundinn Esi Edugyan. Verkið gerist á sykurplantekru á Barbados árið 1830 og lýsir grimmúðlegum heimi nýlendutímans. Washington Black, eins og hún heitir á ensku, kom út árið 2018, og er þriðja skáldsaga höfundar. Edugyan er ættuð frá Ghana, og hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Sagan af Washington Black var meðal annars tilnefnd til Man Booker-verðlaunanna árið 2018 og fjölmörg blöð og tímarit, þar á meðal The New York Times og The Washington Post, völdu bókina eina af tíu bestu bókum ársins 2018. Verkið kom út í íslenskri þýðingu Ólafar Pétursdóttur í fyrra, hlustendur heyra í Ölöfu í þættinum. Og falskar tennur koma við sögu að gefnu tilefni.