Mannlegi þátturinn

Ólafur Þ. Harðarson föstudag- og matarspjallsgestur


Listen Later

Ólafur Þ. Harðarson var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Á sunnudaginn tók hann við riddrararkrossi á Bessastöðum fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði. Við þekkjum hann auðvitað úr ótal útsendingum í kosningasjónvarpinu, þar sem hann og Bogi Ágústsson ræða og rýna í allar tölur sem koma upp úr kjörkössunum, uppbótaþingmennina, flakkarana og allt það. Auk þess sem hann er reglulegur gestur í fréttatímum til að lesa inn í landslag stjórnmálanna. En það er ekki eins víst að landsmenn þekki mikið meira til hans og því notuðum við tækifærið til að kynnast honum betur í dag. Æskunni og uppvextinum í Hafnarfirði, Hjalteyri, Ólafsfirði og í sveit hjá ömmu sinni og afa á Vestfjörðum. Við stikluðum svo á stóru í ferðalaginu í gegnum lífið, námið í Kennaraháskólanum og LSE í London, doktorsritgerðina og starfsferilinn í útvarpi og sjónvarpi til dagsins í dag.
Svo í matarspjalli dagsins fengum við Ólaf föstudagsgest til að vera með okkur áfram en hann er mikill áhugamaður um mat frá öllum heimshornum auk þess að skrifa talsvert um mat á facebooksíðu sinni, sérstaklega þegar hann er á ferðalögum erlendis. Ólafur sagði okkur til dæmis frá því þegar hann smakkaði köngulær, maurastöppu og krókódílakjöt í Kambódíu.
Tónlist í þættinum í dag:
Tunglið, tunglið taktu mig / Sigrún Hjálmtýsdóttir (lag Stefán S. Stefánsson og texti Theodóra Thoroddsen)
Werner von Braun / Tom Lehrer (Tom Lehrer)
Gin og tónik - Spaðar (Þjóðlag frá Makedóníu - Aðalgeir Arason og Guðmundur Arason)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners