Ólöf Ingólfsdóttir er afar fjölhæf listakona en hún er menntuð í myndlist, dansi og söng auk þess að vera með meistaragráðu í menningarmiðlun. Hún hefur nú bætt markþjálfun við menntun sína og sagði okkur í þættinum í dag frá því hvernig listræn nálgun getur hjálpað fólki að ná markmiðum sínum.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í dag bar hann vinkilinn við matarsóun, þorrann, skoska skáldið Robert Burns og þjóðargersemina Þórarin Eldjárn.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Sólveig Jónsdóttir rithöfundur og textasmiður. Hún gaf út núna fyrir jólin bókina Móðurlíf, sem er örsagnasafn um allar mögulega og ómögulegar tilfinningar tengdar móðurhlutverkinu. En við fengum að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig sagði frá eftirfarandi bókum:
Bréfið eftir Katheryn Hughes
Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson
Greppikló eftir Júlía Donaldson
Býr Íslendingur hér eftir Leif Muller
Tónlist í þættinum í dag:
Fyrrverandi / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)
Söngur fjallkonunnar / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson
Auld Lang Syne / The Dan Air Scottish Pipe Band og Peter Weekers (Skoskt þjóðlag - Robert Burns)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR