Öndun hefur mikil áhrif á streitu og því mikilvægt að kunna að anda rétt. Öndunaræfingar hafa mikil áhrif á bæði huga og líkama, geta bætt einbeitingu, styrkja lungun og ónæmiskerfið auk þess að vera mjög slakandi. Við töluðum við Bríeti Birgisdóttur jógakennara um öndunaræfingar í dag.
Við forvitnuðumst í þættinum í dag um Bræðralagið, hóp karla sem hefur það markmið að stuðla að heilbrigðri nálgun karlmennskunar, auka tengsli karla, öruggt rými fyrir menn til að deila því sem þeim liggur á hjarta, hugleiðslu, núvitund og fleira. Ívar Zophanías Sigurðsson kom og sagði okkur meira frá þessum hópi.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Hún hefur skrifað matreiðslubækurnar Eldað með Ebbu og gert samnefnda sjónvarpsþætti, hún hefur haldið ógrynni fyrirlestra um heilsu og næringu barna og allrar fjölskyldunnar. En hún sagði okkur frá því í dag hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON