Mannlegi þátturinn

Orkudrykkjaneysla, minningar.is og hænsnarækt


Listen Later

Skýrsla Áhættumatsnefndar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á sviði matvæla frá því í fyrra leiddi í ljós að orkudrykkjaneysla íslenskra ungmenna í 8. til 10. bekk sé með því mesta sem þekkist í Evrópu. Hilmar Þór Sigurjónsson er framhaldsskólakennari og vinnur einnig við íþróttaþjálfun. Hann hefur skrifað pistla í fjölmiðla um orkudrykkjaneyslu unglinga og áhyggjur sínar af afleiðingum þess að drekka marga slíka drykki á dag en dæmi eru um að krakkar drekki allt að 8-9 á dag og sofi örfáa klukkutíma á sólarhring. Þetta sé vítahringur sem þurfi að hjálpa þeim að rjúfa. Hilmar Þór kom í þáttinn í dag.
Við fræddumst svo um vefinn minningar.is sem var opnaður af forseta Íslands skömmu fyrir jól. Á www.minningar.is getur fólk stofnað minningarsíður, tilkynnt um andlát og skrifað minningargreinar um látna ástvini og birt myndir. Sirrý Arnardóttir er talsmaður minninga.is og hún kom í þáttinn til að segja okkur frá þessari minningarsíðu og nýjung á vefnum þar sem hún tekur viðtöl við fólk sem vill minnast látinna ástvina og hægt verður að horfa eða hlusta á viðtölin á minningar.is.
Kristín okkar Einarsdóttir ætlar að koma sér upp hænsnakofa og leitaði sér því upplýsinga hjá fróðu fólki um hænsnarækt. Fyrst hringdi hún í Sæbjörgu Freyju Gísladóttur sem býr á Flateyri og er þar með þrjár tegundir af hænum. Því næst lagði Kristín leið sína í Bæ á Selströnd þar sem hjónin Bjarni Þórisson og Marta Guðrún Jóhannesdóttir búa. Þar í garðinum er hænsnakofi og fjórar hænur spranga um hlaðið með hananum en ein hænan er komin á aldur og dvelur í góðu yfirlæti alla daga á sínu hænsnapriki.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners