Álhatturinn

P1: Nafnlausir póstar sem birtust á 4chan með undirrituninni Q komu frá hátt settum aðilum með náin tengsl við Trump | Hluti 1


Listen Later

Í október 2017 fóru að birtast undarlegir og nokkuð dularfullir póstar undir dulnefninu Q á umræðuþráðum á síðunni 4chan. Q þessi gaf sig út fyrir að vera háttsettan aðila úr Ríkisstjórn Donald Trump og sagðist vera að koma skilaboðum beint frá Trump sjálfum til stuðnings fólks hans. Q fór mikinn um hreinsunarstarf Trump í Washington og baráttu hans gegn djúp ríkinu(e.deep state) og tilraunir hans til að tæma síkið(e. Drain the swamp). 

Í þessari herferð sinni myndi Trump afhjúpa barnaníðinga og aðra óvini fólksins og láta handtaka þá og fleygja lyklunum. Q talaði yfirleitt í óljósum margtúlkanlegum setningum sem oftar en ekki fólu í sér einhverskonar spurningar frekar en staðhæfingar og flestum færslunum var ætlað að vekja fólk til umhugsunar frekar en koma með einhverjar fullyrðingar eða spádóma. 

Fylgisfólk Q, svokallaðir Qanons, hófu svo að dulkóða og túlka þessar færslur Q og reyna að átta sig á því hvað væri verið að vísa  hverju sinni. Svo hægt væri að upplýsa almenning. Voru fjöldahandtökur á barnaníðings demókrötum framundan? Myndi Trump nota ákveðin orð , handabendingar eða myndmál í næstu ræðu sinni?  Q kom oft með vísbendingar um eitthvað sem Trump átti að segja eða gera í ræðu á næstunni og svo raungerðist það, var þar með búið að sanna að Q væri náinn samstarfsaðilli Trump? Eða vara bara um hreinar tilviljanir að ræða?

Ef marka má meginstraums miðlana og mennta og menningarelítuna þá er ekkert að marka eitt aukatekið orð sem að Q sagði og allir hans spádómar eru innantómt merkingarlaust þvaður og einhverskonar stæk upplýsingaóreiða og falsflóðQ Anons, eru málaðir upp sem fáfrótt, ginnkeypt og jafnvel rasískt pakk sem samfélaginu stafar mikil ógn af og jafnvel ýjað að því að þagga verði niður í þessu fólki og koma í veg fyrir frekari dreifingu þessarar kenningar. 

Voru þetta ef til vill óheiðarlegar tilraunir skuggalegra hulduuafla  og djúpríkisis til þess að stöðva framgöngu Trump og hreinsunarstarfs hans í Washington? Starfa stjórnmálafræðingarnir og sérfræðingarnir nánast allir fyrir jakkalakka og fjörulalla?  Varaði Q fólk við því að svindlað yrði á Trump í kosningunum 2020 og getur verið að kosningunum hafi raunverulega verið stolið? 

Er Q mögulega mótvægið við hulduöflin sem við svo nauðsynlega þurfum á að halda?? Mun Q bjarga heiminum frá tortímingu og glötun? Eða er Q einmitt merki um hið gagnstæða og vísbending um hnignun samfélagsins og forheimskun mannfólksins eins og sérfræðingarnir vilja meina?

Þetta og svo margt margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, sem er fyrri partur af tveimur, þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða hina fremur umdeildu en einstaklega áhugaverðu samsæriskenningu að hinn dularfulli Q, sem póstaði nafnlaust á umræðu síðunni 4Chan, sé háttsettur aðilli sem hafi náin tengsl við Trump og stjórn hans. 


HLEKKIR Á ÍTAREFNI

  • QAnon: How a conspiracy theory turned into a radical movement
  • Q póstar
  • Ultimate QProofs
  • Doc"Q"mentary About The Plan To Save America And The World

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

124 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

19 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

24 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

21 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners