Álhatturinn

P1: Við búum í hermiveröld (e. simulation) og raunveruleiki okkar er sýndarveruleiki | Hluti 1


Listen Later

Hvað ef allt sem þú sérð, finnur og upplifir er ekki raunverulegt? Hvað ef veröldin sem við búum í er ekkert annað en sýndarveruleiki, fullkomlega hannaður til að blekkja skynjun okkar og halda okkur frá hinum sanna raunveruleika? Þetta er spurningin sem liggur til grundvallar hermiveraldarkenningunni (e.Simulation Theory), sem hefur vakið ófáar vangaveltur heimspekinga, vísindamanna og samsærissinna undanfarin ár og í raun frá upphafi siðmenningar. Eða amk frá því heimspeki varð til. 

Kenningin byggir á þeirri hugmynd að allt sem við upplifum sé hluti af risa tölvuforriti, hönnuðu af einhverskonar æðri og tæknivæddari siðmenningu, óþekktum valdaöflum eða jafnvel „forriturum“ sem stjórna heiminum. Frá Platón til hugmynda Nick Bostroms og James Gates hafa margir fjallgreindir og virtir vísindamenn haldið því fram að við búum í sýndarveruleika þar sem alheimurinn fylgir lögmálum sem minna meira á tölvukóða frekar en náttúrulögmál.

James Gates hefur meðal annars bent á að undirstöðulögmál eðlisfræðinnar innihaldi mynstur sem líkjast villuleiðréttingarkóðum, svipuðum þeim sem notaðir eru í tölvukerfum. Og skammtafræðin, með dularfull fyrirbæri eins og tvírifatilraunina og skammtaflækjur, vekur spurningar um hvort raunveruleikinn sé aðeins „renderaður“ þegar við horfum á hann, líkt og grafík í tölvuleik.

Svo eru það „Mandela-áhrifin,“ sem hafa áður verið til umfjöllunar hjá Álhattinum.  Furðuleg augnablik þegar fólk man eftir atburðum sem aldrei áttu sér stað, eins og breytingar á nafni Coca-Cola eða dánardegi Nelson Mandela? Einhverskonar sameiginlegar falsminningar. Gætu slík fyrirbæri verið villur í kerfinu? Er alheiminum  í raun stýrt  af ósýnilegum öflum sem tryggja að við sjáum aðeins það sem þau vilja að við sjáum?

Í þessum þætti Álhattarins kafa Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór djúpt í þessa stórmerkilegu kenningu. Þeir skoða hvernig hugmyndir Platós, Descartes, Immanuels Kant og nútíma vísindamanna eins og James Gates og Nick Bostrom varpa ljósi á mögulega hermiveröld. Þeir kanna líka hvernig skammtafræði, strengjafræði og poppmenning, eins og The Matrix og The Truman Show, varpa ljósi á eðli veruleikans. Eða óeðli. 

En hvað ef þetta er allt samsæri? Hvað ef raunveruleikinn sem við trúum á er ekki annað en blekking? Erum við í raun leikmenn eða karakterar í stórkostlegum tölvuleik eða er alheimurinn einfaldlega flóknari en við höfumskiling á? Erum við öll keppendur á óraunveruleikunum? Þetta og margt fleira í þessum djúphugsaða, vonandi vitsmunalega og stórskemmtilegt þætti Álhattarins.

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

479 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

151 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

125 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

128 Listeners

FM957 by FM957

FM957

29 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners