Álhatturinn

P2: Allt sem þú telur þig vita um Suðurskautslandið er lygi | Hluti 2


Listen Later

Suðurskautið hefur lengi verið sveipað mikilli dulúð og leyndardóm sem vakið hefur forvitni og furðu margra. Þetta ógnarstóra landsvæði sem er að mestu leyti hulið ís er óðafjarri öðrum löndum og svo virðist sem enginn búi á þessu annars gríðarstóra og auðuga landsvæði. 

Þó svo að þó nokkur lönd hafi reynt að gera tilkall til þess að eignast landið virðist svo vera sem að á einhverjum tímapunkti hafi þessi lönd öll sammælst um að ekkert þeirra mætti eiga Suðurskautið og þar mættu einungis útvaldir aðilar dvelja til skamms tíma í rannsóknarskyni. 

Ferðir almennings til Suðurskautsins eru nánast bannaðar eða verulega takmarkaðar og svo virðist sem nánast sé ólöglegt að fljúga yfir tiltekin hluta jökulsins. Þá hafa huldir eða skyggðir blettir af svæði á google maps vakið undrun og forvitni Álhatta og íbúa Samsæríu og velta einhverjir því fyrir sér hvað sé eiginlega verið að fela undir ísnum eða á pólnum sjálfum. Admiral Byrd, sem er alls ekkert skyldur körfubolta manninum Larry Bird, fullyrti að hann hafi séð leynilega hurð eða op inn í gríðar stóran hulinn heim undir ísnum og nýlegar radar myndir staðfesta að svo virðist sem stórt og mikið lífríki og heill heimur með ám, fossum fjöllum og vötnum sé að finna undir ísnum. Þetta hefur enn frekar rennt stoðum undir kenningar álhatta um að ekki sé allt með felldu á Suðurskautinu og að mögulega sé verið að ljúga að okkur um hvað sé þar að finna.

Í þessum síðari hluta Álhattarins um Suðurskautið halda Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór áfram að kafa djúpt ofan í kanínuholu heimskautakenninga og velta því fyrir sér hvort að allt sem að við teljum okkur vita um Suðurskautið sé mögulega bara þvættingur lygi. 

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

125 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

129 Listeners

FM957 by FM957

FM957

29 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

15 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners