Álhatturinn

P2: Leynileg klíka stefnir að New World Order eða hinni nýju heimsskipan | Hluti 2


Listen Later

Í þessum síðari hluta um hina svokölluðu nýju heimsskipan, e:New World Order, halda þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór lengra ofan í kanínuholuna og skoða djúpt ofan í kjölin á kenniingunni. Hvað er eiginlega málið með alla þessa undarlegum fundi duldra áhrifavalda með skrýtna framtíðarsýn sem virðist ætluð okkur öllum  án þess að nokkur hafi nokkurn tíma spurt okkur álits eða að kosið hafi verið um hana. Fundir á borð við Bilderberg, WEF, Club of Rome og Trilateral Commission hafa lengi verið á radar Álhatta  en færri vita hvað fer þar raunverulega fram. Enginn fréttaflutningur, engar upptökur, engin dagskrá opin almenningi og samt virðast ríkisstjórnir heimsins fylgja ákvörðunum þesssara funda eftir í blindni í kjölfarið eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Strákarnir velta því fyrir sér hvernig það getur staðist að ókjörin samtök og „ráðstefnur“ með fín og viðkunnaleg nöfn og glansmyndir geti haft svo mikil áhrif á allt frá loftslagsmálum og hagkerfi til lýðheilsu, menntunar og jafnvel mataræðis. Hver er það sem ákveður að allir eigi að vera með stafrænt auðkenni og fá kolefniskvóta? Hver ákvað að samfélög framtíðarinnar ætti að byggjast á miðstýrðu eftirliti, samfélagslegri stýringu og reglugerðum sem virðast alltaf koma utan frá, en enda sem stjórnvaldsákvarðanir án mikillar umræðu eða aðkomu almennings?

Þeir félagarnir skoða einnig Club of Rome og þær kenningar  að mannfjöldinn sjálfur sé mesta ógn mannkyns og hvernig sú hugmyndafræði hefur smám saman smogið inn í stefnumótun ríkja um allan heim, oft undir yfirskini sjálfbærni, velsældar og öryggis. En ef markmiðið er að bjarga heiminum, af hverju fær almenningur aldrei að taka þátt í ákvarðanatökunni? Og hvers vegna virðist öll gagnrýni á þessa þróun afgreidd sem samsæriskenningar og bull, sama hversu vel rökstudd hún er?

Þeir Guðjón, Haukur og Ómar ræða líka áhrif WEF og hvernig það virðist nánast orðið eins konar stjórnkerfi handan ríkisvaldsins. Þar sem hagsmunaaðilar og „óháðir sérfræðingar“ fá að móta stefnu sem síðan verður að lögum og almenningur fær ekkert að segja. Hvað í ósköpunum merkja slagorð á borð við The Great Reset, Build Back Better eða One Health og hvað í veröldinni er eiginlega Stakeholder Capitalism? Er þetta sameiginlegt átak mannkyns í átt að bjartari framtíð? Eða nýtt kerfi þar sem völdin færast frá kjörnum fulltrúum til þeirra sem mæta á rétt fundarboð?

Og ef þetta eru bara góðmenn í jakkafötum að reyna að gera sitt besta, hvers vegna er allt svona leynilegt, lokað og óræðið?  Og hvers vegna eru þetta alltaf sömu gömlu gráu jakkafatakakkalakkarnir á öllum þessum fundumm? Algerlega óháð því hver eða hverjir eru við völd? Og hvers vegna virðist alltaf vera búið að ákveða allt áður en almenningur fær tækifæri til að spyrja spurninga? Er raunverulega verið að reyna að bjarga heiminum eða eru þetta bara virkilega vel markaðsett heimsyfirráð?

Þetta og svo margt, margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeir félagarnir halda áfram að  ræða líklega  yfirgripsmiklu samsæriskenninguna, hugmyndina um að leynilega valdaklíka stefni að hinni nýju heimsskipan(NWO). Þar sem meiri og meiri völd færast á hendur færra og færra fólks. Fólks sem aldrei þarf að svara spurningum eða verða fyrir gagnrýni almennings.. Fólks  sem enginn kaus og vill helst að þú haldir áfram að hlýða, borga rei

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn