Álhatturinn

P2: Við búum í hermiveröld (e. simulation) og raunveruleiki okkar er sýndarveruleiki | Hluti 2


Listen Later

Hvað ef veruleikinn er ekki raunverulegur og við sitjum föst í meingallaðir hermiveröld? Í þessum síðari þætti 

Álhattsins um hermiveröldina og sýndarveruleikann kafa strákarnir enn  dýpra ofan í kanínuholuna og draga fram stórfurðuleg og fremur ótrúleg dæmi sem virðast benda til þess að kóðinn sjálfur sé farinn að hiksta. 

Eins Brady Feigl og Brady Feigl, hafnabolta mennirnir tveir með sama nafn og  sama útlit sem fóru meiraðsegja í sömu skurðaðgerð hjá sama lækni án þess að vera skildir eða tengjast á nokkurn hátt. 

Eða sagan sem sögð er í Three Identical Strangers, þar sem þrír ókunnugir menn sem þykja furðulega líkir komast að því að þeir eru þríburar. Svo er það Laura Buxton sem sleppti blöðru sem endaði í höndum annarrar tíu ára stúlku með sama nafn. Tilviljun? Eða villa í gagnagrunni alheimsins?

Tsutomu Yamaguchi, maðurinn sem lifði af bæði Hiroshima og Nagasaki. Ótrúleg tilviljun eða bara óvenjulega óheppinn gæi.  Galli í forrituninni? Svo eru það ótrúleg líkindi með morðunum á  Abraham Lincoln og Henry Ford. Dæmin úr sögunni eru mýmörg og hvert öðru ótrúlegra og furðulegra. 

Erum við frjálsar manneskjur í raunveruleikanum eða forrit í buggy tölvuleik sem enginn er lengur að viðhalda? Í þessum seinni hluta hermiveröldarþáttarins fara Guðjón, Haukur og Ómar í gegnum frægustu tilvikin og vega og meta hvort þau séu bara tilviljanir eða sönnun þess að við búum í illa forrituðum sýndarveruleika og hermiveröld.

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

125 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

129 Listeners

FM957 by FM957

FM957

29 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

15 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners