Við kynntum okkur starfsemi Parkinsonsamtakanna í þættinum í dag. Hvað er parkinson, hver eru einkennin og hvað er hægt að gera til að halda einkennum sjúkdómsins í skefjum? Parkinsonsamtökin á Íslandi verða fjörutíu ára á næsta ári og við fengum Ágústu Kristínu Andersen, forstöðumann Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna og Ernu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna til okkar í dag til að segja okkur betur frá þeirra starfsemi og sjúkdóminum.
Hulda Birna Baldursdóttir er viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og hún er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Hún hefur stýrt markaðsherferðum og sá t.d. um verkefnið Stafrænt skjáskot fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hefur unnið með yfir 250 fyrirtækjum til að efla þau í stafrænni þróun. Við töluðum við Huldu um markaðssetningu á samfélagsmiðlum í dag.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall í dag og þrátt fyrir að nú sé farið að kólna þá talaði hún um methlýindi í nýliðnum nóvembermánuði.
Tónlist í þættinum í dag:
Anda inn / Heimilistónar (Katla Margrét Þorgeirsdóttir)
Inní nóttina / Sigga Eyrún (Karl Olgeirsson)
Jólin eru tíminn / Álfgrímur og Þorgerður Ása Aðalsteinsbörn (Álgrímur Aðalsteinsson og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir)
Ilmur af jólum / Hera (Tore As og Sigurður Rúnar Þórsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR