Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við rithöfundinn Sjón um verk skosku myndlistarkonunnar Katie Paterson en verk hennar eru nú á sýningu í Nýlistasafninu í Marshall húsinu við Grandagarð. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Uppruna eftir Bosníumanninn og Þjóðverjann Sa?a Stani?ic sem komin er út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Eldgos koma við sögu að gefnu tilefni í þættinum í dag. Og tónlistarhornið Heyrandi nær verður á sínum stað í Víðsjá á mánudegi, í dag fjallar Arnljótur Sigurðsson um afmælisbarn dagsins, bandaríska trompetskáldið Jon Hassell, og hugar að fyrirmyndum hans og þeim sem sótt hafa til hans innblástur.