Spursmál

Persónunjósnir og aftökur Stóra bróður nútímans - Samtal við Kára Stefánsson um 1984.


Listen Later

Hús­fyll­ir var á Vinnu­stofu Kjar­vals á dög­un­um þegar ríf­lega 150 klúbbmeðlim­ir mættu til leiks á þriðja viðburð Bóka­klúbbs Spurs­mála.

Þar sett­ist Kári Stef­áns­son, stofn­andi Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, niður með Stefáni Ein­ari Stef­áns­syni, ásamt klúbbmeðlim­um, og ræddi efni bók­ar­inn­ar 1984 eft­ir Geor­ge Orwell á hisp­urs­laus­an og líf­leg­an hátt eins og hans er von og vísa.

Viðraði Kári til að mynda hug­mynd­ir um hvar hægt sé að sjá birt­ing­ar­mynd­ir af Stóra bróður í heim­in­um í dag. Er hann sann­færður um að víða glitti í það fyr­ir­bæri með bein­um eða óbein­um hætti.

Bók­in var bók mánaðar­ins í Bóka­klúbbi Spurs­mála í júní­mánuði.

Sjálf­ur las Kári bók­ina fyrst fyr­ir nærri hálfri öld síðan en efni henn­ar hafði áhrif á Kára, eins og fleiri, enda um eina áhrifa­mestu bók 20. ald­ar bók­mennta að ræða. Hef­ur hún frá fyrstu út­gáfu haft mót­andi áhrif á hug­mynd­ir manna um sam­spil rík­is­valds og ein­stak­lings­frels­is sem vel er hægt að heim­færa á sam­tím­ann sem við lif­um nú. 

Að mati Kára er bygg­ir saga Orwells á ýkj­um. Raun­ar þykir hon­um sag­an að mörgu leyti frá­leit því hún geng­ur eins langt og hugs­ast get­ur í því að lýsa sam­fé­lagi sem er í helj­ar­greip­um alræðis og svipt sjálf­stæðri hugs­un og frels­inu um leið. Sem í margra eyr­um kann reynd­ar að hljóma kunnu­lega. 

Það bar þó margt á góma í sam­tali þeirra Kára og Stef­áns Ein­ars. Má þar helst nefna upp­lif­un hans og reynslu af alræðis­sam­fé­lög­um dags­ins í dag, kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn, stjórn­ar­farið í Kína, rík­is­valdið hér á landi og lýs­ing­ar hans af sam­skipt­um sem hann átti við þáver­andi heil­brigðisráðherra, Svandísi Svavars­dótt­ur. Sagði hann að þar hafi stál­in stinn mæst en ein­hverj­ir myndu kannski frek­ar segja að þar hafi skratt­inn hitt ömmu sína - dæmi nú hver fyr­ir sig. 

Á annað þúsund manns hafa skráð sig í klúbb­inn á þeim fjór­um mánuðum sem hann hef­ur verið starf­andi og fjölg­ar þar enn. Nú í júlí­mánuði sitja klúbb­fé­lag­ar við og lesa bók Sig­urðar Más Jóns­son­ar, Af­nám haft­anna: samn­ing­ar ald­ar­inn­ar? sem er bók þessa mánaðar á vett­vangi klúbbs­ins. Af því til­efni fæst hún á sér­stöku til­boði í versl­un­um Penn­ans Ey­munds­son. 

Hægt er að skrá sig í klúbb­inn með því að smella hér.

Sam­starfsaðilar Bóka­klúbbs Spurs­mála eru Sam­sung, Kerec­is, Brim og Penn­inn.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpursmálBy Ritstjórn Morgunblaðsins

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

2 ratings


More shows like Spursmál

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

FM957 by FM957

FM957

30 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners