Á þessu ári hafa farið fram, og eiga eftir að fara fram, tónleikar sem frestað var í faraldrinum til dæmis núna 30. sept. og 1. okt. fara fram minningartónleikar í tilefni þess að Pétur Kristjánsson tónlistarmaður og landsfrægur poppari hefði orðið sjötugur í ár. Við töluðum við Jóhann Ásmundsson, bassaleikara Mezzoforte, sem er mágur Péturs og Ágúst Harðarsson, sem var mikill vinur Péturs og rótari til margra ára. Við heyrðum svo lag sem Pétur söng og var endurgert í þessu tilefni, sem sonur Jóhanns og frændi Péturs, Ragnar Pétur syngur. Ágúst hefur svo safnað saman myndum, myndböndum og efni tengdu Pétri á facebooksíðunni Pétur W Kristjánsson.
Við ætlum á næstu dögum að heyra af því hvað komandi vetur ber í skauti sér í leikhúsunum. Við ætlum sem sagt að fá til okkar forsvarsfólk leikhúsanna í spjall. Við byrjuðum í dag á Þjóðleikhúsinu, en Magnús Geir Þórðarson er leikhússtjóri þar. Hann var hjá okkur í dag og við heyrðum hvað verður á dagskránni og hvernig stemmningin er í Þjóðleikhúsinu.
Elín Björk Jónasdóttir var svo hjá okkur með mannlegt veðurspjall. Við spjölluðum við hana um þoku og dalalæðu og veðurblíðuna sem hefur verið á landinu undanfarið í spjallinu í dag.
Tónlist í þættinum í. dag:
Jenny Darling / Pelican (Magnús Eiríksson)
Hvað leynist / Ragnar Pétur Jóhannsson (Jón Guðmundur Ragnarsson og Íris Guðmundsdóttir)
De smukke unge mennesker / Kim Larsen (Kim Larsen)
Going up the Country / Canned Heat (Alan Wilson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON