Mannlegi þátturinn

Píeta á Austurlandi, EMDR og TRE og Dóra um matarsóun


Listen Later

Í dag opnaði meðferðarúrræði Píeta samtakanna á Reyðarfirði. Austurland hefur lengi kallað eftir þjónustu samtakanna, þau eiga fyrir skjól í Reykjavík, á Ísafirði, á Akureyri og á Húsavík, auk hjálparsímans sem þjónustar allt landið allan sólarhringinn árið um kring. Opnað hefur verið fyrir bókanir í viðtöl auk þess verður boðið upp á fjarviðtöl. Píeta samtökin veita auðvitað meðferð fyrir þau sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls. Við heyrðum í Ellen Calmon, framkvæmdastýru samtakanna, og Ragnari Sigurðssyni, formanni fjölskyldunefndar Fjarðarbyggðar, þar sem þau eru stödd á Reyðarfirði við opnunina.
Streita hefur mikil áhrif á líkama okkar og nú síðustu ár hefur komið betur í ljós hvaða áhrif streita og áföll hafa á taugakerfið. EMDR meðferð er sálfræðileg aðferð sem hjálpar til við að vinna úr afleiðingum áfalla og streitu og TRE aðferðin er líkamsmiðuð nálgun sem losar spennu, streitu og verki úr líkamanum. Við töluðum í dag við Sigríði Björnsdóttur, sálfræðing, meðferðaraðila og handleiðara og Svövu B. Svanhildardóttur, en hún er vottaður TRE leiðbeinandi með sérhæfingu í líkamsmiðaðri nálgun.
Matvælaframleiðsla er einn af stærstu einstöku losnurpóstunum á gróðurhúsalofttegundum og það skiptir miklu máli hvað við veljum að borða, hvaðan það kemur, hvernig við geymum og göngum um matinn og síðast en ekki síst hvort við séum að sóa matnum okkar. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík hefur verið iðinn við að vekja athygli á matarsóun undanfarna áratugi og verið virk í umhverfismálum. Við töluðum við Dóru í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Listen to the music / Doobie Brothers (Tom Johnston)
Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (R. Flanagan, texti Friðrik Erlingsson)
Í skóm af Wennerbóm / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners