Víðsjá

Pólsk menningarhátíð, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson


Listen Later

Í vikunni verður haldin pólsk menningarhátíð í samstarfi Þjóðleikhússins og Teatr im Stefan ?eromski leikhússins í Kielce í Póllandi sem er komið hingað til lands. Þau sýna á föstudag leiksýninguna Gróskan í grasinu á Stóra sviði Þjóðleikhússins, leikverk sem byggt er á kvikmyndinni Splendor in the glass frá 1961. En þar að auki verður á hátíðinni opin vinnustofa um aðferðir sviðslistanna sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu og einnig fyrirlestur um pólskan þjóðararf og birtingarmyndir hans í pólsku leikhúsi. Una Þorleifsdóttir leikstjóri sem hefur starfað í stefan Zeromski leikhúsinu kemur til okkar og segir okkur betur frá hátíðinni og menningarlegum tengslum Póllands og Íslands.
Á sýningunni Fram fjörðinn, seint um haust sýnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson stór vatnslitaverk þar sem lífríki Héðinsfjarðar er í aðalhlutverki. Verkin eru afrakstur vinnu síðustu tveggja ára en þessi eyðifjörður á Tröllaskaga hefur verið viðfangsefni listamannsins í nær tvo áratugi. Sigtryggur lítur á vinnuna í Héðinsfirði sem tilraun til þess að hlusta á náttúruna, leita frétta og miðla mikilvægum boðskap, sem er dýrmætt lífríkið og undirliggjandi náttúruvá. Auk þess að miðla, og vera einhverskonar tengiliður á milli náttúru og áhorfanda, segist Sigtryggur vilja gera falleg verk, þó fegurðin eigi oft undir högg á sækja í samtímalist, en hann er sannfærður um að fegurðin sé varnarkerfi nátturunnar. Meira um það hér á eftir í samtali við listamanninn sem hefur fært okkur fréttir úr Héðinsfirði síðustu ár.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

90,884 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

19 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

15 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners