Í dag er alþjóðlegur dagur hamingjunnar og við forvitnuðumst af því tilefni um Qigong lífsorkuæfingar sem hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Þorvaldur Ingi Jónsson kom í þáttinn í dag, en hann lærði Qigong hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara.
Það er mánudagur í dag og því fengum við vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn upp við bæði magurt og feitt, eins og hann orðar það, og eins kom Vilhjálmur Stefánsson heimskautafari við sögu.
Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var Þóra Kolbrá Sigurðardóttir, ritstjóri matarvefs mbl.is. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Þóra sagði frá forritinu Blinkist og talaði um eftirfarandi bækur og höfund:
Á vit hins ókunna e. Erlend Haraldsson
The 5 A.M. Club e. Robin Sharma
Astrid Lindgren, Enyd Blydon og J.K. Rowling
Tónlist í þættinum í dag
Er hann birtist / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Sjómannavalsinn / Hjaltalín (Svavar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk)
Hvert örstutt spor / Svavar Knútur Kristinsson (Jón Nordal og Halldór Laxness)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON