Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg hélt íbúafundi Í Þorlákshöfn á miðvikudaginn þar sem fjallað var um umdeilda mölunarverksmiðju sem fyrirtækið vill byggja í útjaðri bæjarins. Fjölmenni var á fundinum og eru skoðanir á verksmiðjunni skiptar.
Íbúakosning stendur nú yfir um verksmiðjuna. Í henni stendur til að mala móberg sem tekið verður úr námum í Ölfusi og afar sjávarbotni við Landeyjar. Móbergið verður svo notað til að búa til sement sem notað er í steypu.
Þetta helst fór á fundinn, hlustaði á hann og tók íbúana í sveitarfélaginu tali eftir hann og spurði þá út í skoðanir þeirra á verksmiðjunni.