Mannlegi þátturinn

Ráðstefna Sigurhæða, VIRK 15 ára og veðurspjallið


Listen Later

Sigurhæðir, þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, stendur fyrir ráðstefnu 25. og 26. maí undir yfirskriftinni Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Þar verður áherslan lögð á stefnumótun og eflingu þjónustu við þolendur, en margir helstu sérfræðingar landsins í þessu málefni koma þar fram og flytja erindi. Ein af þeim er Kristín Anna Hjálmarsdóttir, kynjafræðingur, en hún kom í þáttinn í dag og fræðir okkur um skýrslu og úttekt sem verður kynnt á ráðstefnunni þar sem þolendamiðstöðvarnar þrjár, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð og Sigurhæðir, eru greindar, styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri. Og svo stikluðum við á stóru með Kristínu Önnu um hvað annað verður á dagskrá ráðstefnunnar.
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fagnar 15 ára afmæli á árinu og í tilefni af því mun VIRK m.a. standa fyrir ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 31. maí þar sem fókusinn verður settur á endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys og hvað fyrirtæki og stofnanir geti gert til þess að auðvelda það ferli. Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri ráðgjafar og atvinnutengingar VIRK kom í þáttinn í dag.
Elín Björk Jónasdóttir kemur í vikulega veðurspjallið í dag. Það er nú ekki hægt að segja að það sé komið brakandi sumarblíða ennþá, gular viðvaranir um allt land, en það er spurning hvað er framundan í kortunum.
Tónlist í þættinum í dag:
Speak low / Bogomil Font (Kurt Weil og Ogden Nash)
Dalakofinn / Karl Orgeltríó (Archibald Joyce)
Manhattan / Ella Fitzherald (Richard Rodgers og Laurenz Hart)
Ob-la-di, ob-la-da / The Beatles (Lennon & McCartney)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners