Víðsjá var ekki flókin í dag, en hér má hlusta á hana.
Við minntumst Ragnars Bjarnasonar tónlistarmanns sem andaðist í fyrradag, 85 ára að aldri. Gestir þáttarins voru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona, Björgvin Halldórsson og Jónatan Garðarsson.
Hlustendum var líka boðið með í heimsókn á vinnustofu Guðjóns Ketilssonar myndlistarmanns en hann var á dögunum útnefndur myndlistarmaður ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson