Miðvikudagur 17. desember
Samfylkingin og innflytjendur, skáldkonur, Ástu Lóu-málið og íslenskan
Við byrjum Rauða borði á spjalli þeirra bræðra, Sigurjóns Magnúsar og Gunnars Smára. Síðan Sabine Leskopf borgarfulltrúi hættir senn störfum en hún er ekki sátt við hvernig flokkur hennar, Samfylkingin, heldur á spilunum í útlendingamálum. Björn Þorláks ræðir við hana. Skáldkonurnar Natasha S., Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Alda Björk Valdimarsdóttir og Maó Alheimsdóttir koma að Rauða borðinu á aðventunni og ræða ljóðin og jólin. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur ræddi við Oddnýju Eir Ævarsdóttur á árinu sem er að líða um viðkvæmt efni sem þótti pólitískt hneyksli. Hið svokallaða Ástu Lóu mál sem mörgum finnst í dag að hafi jafnveli verið stormur í vatnsglasi en um það eru þó skiptar skoðanir. Við endum svo á tveimur samtölum um íslensku og innflytjendur frá því fyrir þremur árum: Gunnar Smári ræddi um íslenskuna frá sjónarhóli innflytjenda með Linu Hallberg og Victoriu Bakshina og síðan við Agnieszku Sokolowska sem segir okkur hvernig íslenskan getur verið eins og svipa á innflytjendum.