Samstöðin

Rauða borðið 17. nóv - Borgarstjóri, siðferði, löggan, ný skáldsaga og kvikmynd


Listen Later

Mánudagur 17. nóvember
Borgarstjóri, siðferði, löggan, ný skáldsaga og kvikmynd
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svarar gagnrýnum spurningum almennings og Samstöðvarinnar um stjórn Reykjavíkur. Mjög hár kostnaður við stjórnsýslu, skipulagsmál, umferðarhnútar, leikskólamálin og fleira verður til umræðu. Björn Þorláks ræðir við Heiðu og miðlar spurningum frá almenningi. Henry Alexander Henrysson heimspekingur ræðir siðferðisleg álitamál, svo sem lausn á óráðsíu ríkislögreglustjóra. Hvað er dæmigert og hvað er sérstakt við það mál? Þá leitast Henry við að svara þeirri spurningu hvort siðferði eigi í vök að verjast er kemur að valdi hér innanlands og á heimsvísu. Björn Þorláks ræðir við hann. María Lilja ræðir við Fjölni Sæmundsson um lögregluembættið undanfarið vegna frétta af kaupum fráfarandi ríkislögreglustjóra á ráðgjöf í verktöku, brota lögreglumanna í starfi, framgöngu lögregluþjóna á mótmælum ofl. Þau ræða lausnir á auknu vantrausti, hræðsluáróður fjölmiðla, einföldun skipulags og þörfina fyrir lögregluna almennt. Þór Tulinius leikari og leikstjóri tekst á við nýja áskorun með fyrstu skáldsögu sinni, Sálnahirðirinn. Hann skrifar um mann sem á í stríði við eigin skugga og ræðir bókina og annað verkefni fram undan í samtali við Björn Þorláks. Ásdís Thoroddsen leikstjóri og Rósa Þórsteinsdóttir rannsóknardósent á Árnastofnun, sem sér meðal annars um þjóðfræðisafn stofnunarinnar og skráningu þess í gagnagrunninn Ísmús, ræða við Gunnar Smára um tímabilið þegar dúr og moll mætti til Íslands með sinn hljóðheim og nánast þurrkaði út eldri tónlistarheim, sem nú lifir helst meðal sérvitra.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SamstöðinBy Samstöðin


More shows like Samstöðin

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Rauða borðið by Gunnar Smári Egilsson

Rauða borðið

3 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

12 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners