Rauða borðið

Rauða borðið 24. júní - Lýðræði, ofbeldi, alþjóðalög, áföll, list, kvennahreyfing og einkaskjalasöfn


Listen Later

Þriðjudagur 24. júní
Lýðræði, ofbeldi, alþjóðalög, áföll, list, kvennahreyfing og einkaskjalasöfn.
Við hefjum Rauða borð kvöldsins á umræðu um stjórnarandstöðu Miðflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem niðurlægir lýðræðið með orðum sínum og atferli þessa dagana, eða svo segir doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og í samræðu við Björn Þorláks ræða þau málið, framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon, Ásta Guðrún Helgadóttir samfylkingarkona og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður Pírata. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi, ræðir við Oddnýju Eir um þarfa vitund um ofbeldi Íslendinga og ræðir grein sína um útflutning á ofbeldismönnum. Bjarni Már Magnússon lagaprófessor svarar Gunnari Smári hvort Bandaríkin og Ísrael hafi brotið alþjóðalög með árásum sínum á Íran og framið stríðsglæpi. Hefur Íran allan rétt á að svara fyrir sig? Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, þýðandi og einn stofnanda Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir frá baráttu sinni í þágu kvenna og innflytjenda á Íslandi og rekur kynbundið ofbeldi til föðurhúsanna. Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir, sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkvar framtíðina. Við ljúkum Rauða borðinu á samræðu sem gæti nýst þeim sem eru að taka til hjá sér eða í dánarbúum því Ólafur Arnar Sveinsson, sagnfræðingur og sviðsstjóri fræðslu og rannsókna hjá Þjóðskjalasafninu og Þórunn Marel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri einkaskjalasafna í Þjóðskjalasafni Íslands, ræða um einkaskjalasöfn, um spurninguna hverju skuli henda og hvort skjöl séu einkamál eða mikils virði fyrir söguna.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Rauða borðiðBy Gunnar Smári Egilsson

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

1 ratings


More shows like Rauða borðið

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Synir Egils by Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón M. Egilsson

Synir Egils

0 Listeners

Samstöðin by Samstöðin

Samstöðin

1 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners