Brot úr Rauða borðinu 24. júní
Niðurlæging þingmanna
Stjórnarandstaða Miðflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niðurlægir lýðræðið með orðum sínum og atferli þessa dagana. Þetta segir doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Hann bregst við þeirri spurningu hvað stjórnarandstaðan á Alþingi sé að pæla þessa dagana við Rauða borðið ásamt framsóknarmanninum Halli Magnússyni, Ástu Guðrúnu Helgadóttur samfylkingarkonu og Birni Leví Gunnarssyni, fyrrum þingmanni pírata. Björn Þorláks stýrir umræðunni.