Brot úr Rauða borðinu 25. júní 2025
Íran
Anahita B, aðgerðarsinni frá Íran um Íran og réttarhöldin gegn Hval hf. Anahita segir frá stríðinu frá sjónarhóli hins almenna Írana, um hvernig þjóðin upplifir sig í raun fasta milli tveggja elda, stríðinu við kúgandi klerka og stríðinu við vesturlönd en báðir aðilar sjá hag sinn í að hefta frelsi og mannhelgi almennings. Þá ræðir hún einnig persónulega baráttu sína við hvalveiðar á Íslandi og hvernig öll barátta, sama hvort hún er fyrir náttúruvernd eða mannréttindum er samofin.