Rauða borðið

Rauða borðið 25. júní: Utanríkisstefna, reynsluboltar, þingmaður, þjóðin, sumartónleikar og aktivismi


Listen Later

Miðvikudagur 25. júní
Utanríkisstefna, reynsluboltar, þingmaður, þjóðin, sumartónleikar og aktivismi
Við hefjum leik með viðbrögðum formanns utanríkismálanefndar Alþingis við tíðindum dagsins í Haag. Pawel Bartoszek bregst við tíðindum um að langflest NATO-ríki greiða 5 prósent af þjóðarframleiðslu til varnamála og framlög Íslands stóraukast. Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur gagnrýnir valkyrjur ríkisstjórnarinnar fyrir að bjóða landsmönnum upp á óbreytta utanríkisstefnu þrátt fyrir gerbreytta heimsmynd. Hún segir Gunnari Smára hvað vantar í stefnuna. Ragnheiður Davíðsdóttir, Guðmundur Þ. Ragnarsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ræða það sem hæst ber og tala af reynslu við Sigurjón Magnús Egilsson. Af nógu er að taka þessa dagana hvað varðar þjóðmálin og virðist langt í hina árlegu sumargúrku. Eiríkur Björn Björgvinsson er í hópi nýrra þingmanna. Björn Þorláks rekur garnirnar úr Eiríki og leitast við að kynnast persónulegri hlið hans. Skelfilegt flugslys sem reyndi mikið á Eirík er til umræðu og hvaða mælikvarða hann notaði til að velja sér eiginkonu! Og það verður einnig umræða um að þingmenn tali um ykkur og okkur og með því sé sáldrað efasemdum um að veiðigjöldin séu landsbyggðarskattur - til að skapa efasemdir. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifaði leiðara um þetta og Sigurjón Magnús ræðir við hann. Benedikt Kristjánsson, söngvari og skipuleggjandi hátíðarinnar Sumartónleikar í Skálholti, 28. júní - 13. júlí, segir okkur frá stórkostlegri dagskrá tónleikanna í ár. Hátíðin fagnar 50 ára afmæli og eru haldnir til heiðurs Helgu Ingólfsdóttur og mun Jean Rondeau leika á sembalinn hennar. Benedikt ræðir líka um sjálfboðaliðun menningarinnar, um tengslin við fjármögnunina, um umboðsmenn og eigin söng. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við hann. Við ljúkum dagskránni með því að Anahita B, aðgerðarsinni frá Íran ræðir um Íran og réttarhöldin gegn Hval hf. Anahita segir frá stríðinu frá sjónarhóli hins almenna Írana, um hvernig þjóðin upplifir sig í raun fasta milli tveggja elda, stríðinu við kúgandi klerka og stríðinu við vesturlönd en báðir aðilar sjá hag sinn í að hefta frelsi og mannhelgi almennings.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Rauða borðiðBy Gunnar Smári Egilsson

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

1 ratings


More shows like Rauða borðið

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Synir Egils by Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón M. Egilsson

Synir Egils

0 Listeners

Samstöðin by Samstöðin

Samstöðin

1 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners