Brot úr rauða borðinu 26. júní 2025
Dýrí neyð
Sandra Ósk Jóhannsdóttir, meistaranemi í glæpasálfræði og dýrfinna mætir til Maríu Lilju og ræðir um sjálfboðaliðasamtökin sem standa í ströngu alla daga við að finna týnd gæludýr. Hún segir lagabreytingu um gæludýrahald í fjölbýlum muni breyta þónokkru til hins betra en dæmi sé um að fólk neyðist til að skilja við dýrin sín vegna flutninga og þá sé ótryggur leigumarkaður hreinlega skaðvaldur í lífi loðinna vina. Hún vinnur nú að meistararitgerð um líf sjálfboðaliða og álag.