Rauða borðið

Rauða borðið 6. maí: Húsnæðismál, mótmæli, Gaza, Þýskaland, aðkomufólk, hannyrðir og maðkabækur


Listen Later

Þriðjudagur 6. maí
Húsnæðismál, mótmæli, Gaza, Þýskaland, aðkomufólk, hannyrðir og maðkabækur
Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, er formaður átakshóps ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál. Sem eru í tómu tjóni. Ragnar segir Gunnari Smára hvernig hann ætlar að bjarga málunum. María Lilja ræðir við mótmælendur við ríkisstjórnarfundinn í morgun, fólk sem krefst aðgerða íslenskra stjórnvalda vegna þjóðarmorðs í Gaza. Guðný Gústafsdóttir, Júlía Björnsdóttir og Elínborg Angantýsdóttir hafa allar verið í virkum samskiptum við fólk og fjölskyldur sem búa við yfirstandandi þjóðarmorð á Gaza. Þær segja Laufey frá sínu fólki þar og þeirra daglegu baráttu um lífsnauðsynjar. Margt er upp í loft í þýskum stjórnmálum. Ný ríkisstjórn fékk ekki nægan stuðning í þinginu í fyrstu tilraun og vinsælasti flokkurinn í skoðanakönnunum er sagður vinna gegn mannhelgi er hornsteinn stjórnarskrárinnar. Ragnar Hjálmarsson stjórnmálafræðingur í Berlín fer yfir stöðuna í símtali við Gunnar Smára. Halldór S. Guðjónsson, dósent við Háskóla Íslands, vinnur að athugun á hversu margt af því fólki sem hefur flutt til Íslands mun eyða ævikvöldinu á Íslandi og hversu margt snýr til baka. Hann ræðir við Sigurjón um málið. Najlaa Atillah ræðir við Maríu Lilju um mikilvægar hefðir í palestínsku handverki og hvers vegna hún hefur tekið það upp að kenna Íslendingum palestínskan útsaum í miðju þjóðarmorði á fólkinu hennar. Íslenskar „maðkabækur“ eru til sölu á Amazon. Bækurnar fjalla ekki um orma heldur eru þetta matreiðslubækur. Bjarki Ármannsson, doktorsnemi í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, vakti athygli á bókunum á bloggsíðu sinni Bjarkamál en hann ræðir við Maríu Lilju um málvísindi með tilliti til gervigreindar.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Rauða borðiðBy Gunnar Smári Egilsson

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

1 ratings


More shows like Rauða borðið

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

26 Listeners

Bylgjan by Bylgjan

Bylgjan

4 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

12 Listeners

Samstöðin by Samstöðin

Samstöðin

0 Listeners

Synir Egils by Gunnar Smári Egilsson, Sigurjón M. Egilsson

Synir Egils

0 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

6 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners