Mánudagur 8. desember
Galdrar, íslenska, fréttir og þjóðaröryggisstefna
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, skrifaði doktorsritgerð sína um galdrafárið á Íslandi. Nú sendir hún frá sér skáldsögu byggða á takmörkuðum heimildum um líf fólks sem sent var á bálið. Hún segir Gunnari Smára frá Glæður galdrabáls. Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, ræðir við Gunnar Smára um kröfu Landsspítalans til starfsmanna um íslenskukunnáttu, en yfirstjórn spítalans hefur ákveðið að enginn starfsmaður verði ráðinn nema viðkomandi hafi tök á íslensku. Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, ræðir við Gunnar Smára um kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna í tilefni af samdrætti og mögulegum slitum á fréttum Sýnar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna, sem setur punt aftan við það alþjóðakerfi sem Bandaríkin byggðu upp eftir seinna stríð. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir Evrópu og Ísland? Við endurflytjum síðan samtal um sögulega þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna við þá Albert Jónsson fyrrum sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og Guðlaug Þór Þórðarson fyrrum utanríkisráðherra.