Laugardagur 10. janúar
Helgi-spjall: Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson, landsþjálfari karla í knattspyrnu, er gestur Sigurjóns Magnúsar í Helgispjalli að þessu sinni. Arnar átti glæstan feril sem atvinnumaður. Sem þjálfari hefur hann látið mikið til sín taka. Undir hans stjórn vann Víkingur glæsta sigra. Í þættinum er talað um knattspyrnumanninn Arnar sem og þjálfarann Arnar. Arnar hefur oft þurft að hafna leikmönnum um að spila, sem oft kemur illa við þá sem þurfa að sitja hjá. Auk knattspyrnunnar er talað um gjaldþrot eftir þátttöku í atvinnulífinu og sitthvað fleira. Arnar er hreinskilinn maður og skemmtilegur til viðtals.