Í síðustu viku fór af stað kynningarherferð á starfi Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Unnin hafa verið myndbönd sem gefa innsýn í starfið og úrræðin sem Bjarkarhlíð hefur upp á að bjóða. Að auki er ný herferð kynnt Þekktu rauðu ljósin þar sem fólk greinir frá reynslu sinni úr ofbeldissamböndum. Jenný Kristín Valberg ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð kom í þáttinn og sagði frá starfseminni og deildi með okkur sinni eigin sögu úr ofbeldissambandi.
Sendiherra Frakka Graham Paul veitti Mireyu Samper æðstu orðu Frakklands á sviði lista og bókmennta L'Ordre des Arts et des Lettres 19. mars síðast liðinn við hátíðlega athöfn. Mireya kom í þáttinn fræddi okkur um þessa orðu og ekki síður um sig sjálfa.
Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur hefur rannsakað selveiðar við Ísland og leitað fanga í ýmsum heimildum. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Vilhelm á selaslóðum eða á Hvammstanga þar sem einmitt selasetrið er til húsa.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL