Landnámssetrið á 15. ára afmæli á morgun. Því verður fagnað með pompi og prakt og með frumsýningu á nýrri sýningu á Söguloftinu kl. 16 ? REFILLINN í flutningi Reynis Tómasar Geirssonar. Reynir Tómas, sem fagnar reyndar 75 ára afmæli þennan dag, var til margra ára yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá síðustu fimmtán árum í Landnámssetrinu og því hvað er framundan.
Þessa dagana eru streyma kylfingar á öllum aldri út á golfvelli þessa lands. Tugir þúsunda stunda þessa vinsælu íþrótt hér á landi og við fengum Björn Víglundsson, formann Golfklúbbs Reykjavíkur, til þess að segja okkur frá því hvernig golfvellirnir eru að koma undan vetri, mikla ásókn í rástíma á völlunum og bara fara almennt með okkur yfir sviðið í upphafi golfsumarsins.
Í síðustu viku fór Margrét Blöndal í heimsókn til Auðar Ottesen garðyrkjufræðings á Selfossi. Í viðtalinu stakk Auður þeirri hugmynd að Margréti að það gæti verið snjöll hugmynd að sækja bara um í Garðyrkjuskólanum ef hún vildi ná sem bestum tökum á ræktuninni. Margrét tók hana á orðinu og fór í morgunkaffi til Guðríðar Helgdóttur garðyrkjufræðings í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Hveragerði og fékk m.a. að vita hvað gæti beðið hennar ef hún sendi inn umsókn og kæmist inn.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON