Víðsjá

Reisubók, valsar, myndlistarárið


Listen Later

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Má Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands um Reisubók Ólafs Egilssonar. Séra Ólafur var hertekinn í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum árið 1627 og fluttur ásamt konu og tveimur börnum til Algeirsborgar. Ólafur lýsir í einstakri frásögn sinni þessum mjög svo sérstæða sögulega atburði og segir ferðasögu sína en Ólafur fór víða veturinn 1627-1628, meðal annars til Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Hollands og Danmerkur. Reisubókin kemur nú út í nýrri glæsilegri útgáfu Sæmundar og Sögusetursins í Vestmannaeyjum. Úgáfuna önnuðust þeir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og áðurnefndur Már Jónsson, en bókin hefur einnig að geyma aðra texta um Tyrkjaránið. Arnljótur Sigurðsson fjallar í tónlistarpistli sínum undir yfirskriftinni Heyrandi nær um valsinn, en undir léttúð vínarvalsanna má að hans mati í hliðarsporunum finna drunga og sorg, því stundum eru valsarnir heldur svartir. Og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir horfir í dag til baka og skoðar hvaða viðfangsefni hafa verið efst á baugi hjá myndlistarmönnum þetta árið. Einnig veltir hún fyrir sér hvaða áhrif faraldurinn muni hafa á starfsemi safna og sýningarstaða, sem og hegðun menningarnjótenda.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

90,951 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners