Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikstjórinn Reynir Lyngdal. Hann hefur leikstýrt Skaupinu þrisvar sinnum og mun gera það nú í fjórða sinn, því hann er einn höfunda og leikstjóri Skaupsins í ár. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsþáttum, tveimur kvikmyndum í fullri lengd og gríðarlegum fjölda sjónvarpsauglýsinga. Við forvitnuðumst um hans æsku og uppvaxtarár, ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og hvað hann er að bralla þessa dagana, en auk þess að leikstýra Skaupinu í ár verður frumsýnd ný heimildaþáttaröð sem hann leikstýrir innan skamms.
Í matarspjalli dagsins fengum við Sigurlaug Margrét föstudagsgestinn Reyni Lyngdal til að sitja áfram og ræða við okkur um mat. Hann sagði okkur frá matnum sem hann fékk á námsárum sínum í Barcelona, hvað honum þykir skemmtilegast að elda og einhvern veginn rataði lifur aftur inn í matarspjallið.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON