Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði nýlega upplýsinga um hvaða fyrirtæki í eigu ríkisins hefðu greitt til Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og tengdra félaga á síðustu tíu árum. Fjármála- og efnahagsráðherra birti svar við fyrirspurninni í fyrrakvöld og í ljós kom að tólf fyrirtæki, sem eru að hluta eða heild í eigu ríkisins, greiða 245 milljónir króna í félagsgjöld til samtakanna – og hafa greitt um tvo milljarða frá 2015.
Rýnt er í þessi mál og rætt við Kristján og Björn Brynjúlf Björnsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í þætti dagsins.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson