Mannlegi þátturinn

Róbert Arnfinnsson, Ástarsögufélagið og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Í dag hefði stórleikarinn Róbert Arnfinnsson orðið 100 ára og í tilefni þess fengum við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í leikminjasafni Landsbókasafnsins, til þess að koma til okkar en bókasafnið varðveitir einkaskjalasafn Róberts sem er stórmerkilegt og eitt af stærstu einkaskjalasöfnum safnsins. Sigríður rifjaði upp með okkur feril Róberts, en hann lék ríflega 200 hlutverk á leiksviði og ennþá fleiri í útvarpi og við fengum að heyra stutt brot úr ferli hans úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Grikkjanum Zorba frá árinu 1971 og svo heyrðum við hann syngja lagið Herra Sellófan úr söngleiknum Chicago, upptöku frá vetrinum 1984-85 úr Þjóðleikhúsinu.
Hið nýstofnaða Ástarsögufélag vill standa að eflingu ástarsögunnar í sinni fjölbreyttustu mynd og koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um ástina. Félagið verður með örástargjörning á Menningarnótt þar sem nokkrir meðlimir félagsins munu aðstoða gesti og gangandi á Óðinstorgi við að skrifa ástarskilaboð. Brynja Sif Skúladóttir er formaður félagsins og við töluðum við hana í dag.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Þjóðhátíðin fór vel fram segir Magnús í póstkortinu að þessu sinni, en finnst hann vera orðinn aðeins of gamall og of mikill morgunhani fyrir hátíð sem er haldin að mestu fyrir og eftir miðnætti í þrjá daga. En hann hlakkar til haustsins þegar fer að dimma því þá getur hann farið að sinna einu áhugamáli sínu sem er stjörnuskoðun. Í seinni hluta póstkortsins fer hann í smá ferðalag með hlustendur um óravíddir geimsins.
Tónlist í þættinum:
Ég fann ást / KK (Kristján Kristjánsson)
Sellófan / Róbert Arnfinnsson (John Kander og Flosi Ólafsson)
Love me tender / Elvis Presley (George R. Poulton, Ken Darby, Vera Matson & Elvis Presley)
Love is in the air / Robin Williams og Cristine Baranski (Stephen Sondheim)
I Say A Little Prayer / Aretha Franklin (Burt Bacharach & Hal David)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners