22 dagar í EM - Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig fer yfir stöðu mála hjá landsliðinu, spáir í spilin og ræðir væntingarnar fyrir EM sem framundan er.
Stefán Árni Pálsson er gestur þáttarins og velur sína uppáhalds landsliðsmenn frá upphafi. Á sama tíma valdi Ponzan fimm leikmenn sem spila í Olís-deildinni sem verða bókað í landsliðinu árið 2030.
Að lokum hringdum við til Ísafjarðar og heyrðum í manninum bakvið tjöldin þar og spurðum út í þau ótrúlegu félagaskipti sem voru tilkynnt í gær.