Víðsjá

Rushdie. Fígaró, Harari og Elín Hansdóttir.


Listen Later

Salman Rushdie lýsir sturluðum samtíma í sinni nýjustu skáldsögu, Quichotte, hann leggur til atlögu við menningu og pólitík í upphafi 21. aldarinnar. Sagan er sú fjórtánda sem Rushdie - einn þekktasti skáldsagnahöfundur í heimi - sendir frá sér og hún kallast meir en lítið á við sautjándu aldar skáldsöguna Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes. Fjallað verður um Quichotte í Víðsjá í dag, og rýnt í viðtökur verksins, en það er tilnefnt til hinna virtu Booker-verðlauna, sem veitt eru fyrir besta skáldverk ritað á ensku, verðlaun sem verða afhent í Lundúnum þann 14. október næstkomandi.
Í þættinum verður Ásmundarsalur við Freyjugötu einnig heimsóttur og rætt þar við myndlistarkonuna Elínu Hansdóttur sem á þar verk á sýningu sem hún kallar Annarsstaðar, en Elín vinnur verkin, skúlptúra og ljósmyndir, útfrá upplifun sinni af húsinu.
Magnea J. Matthíasdóttir þýðandi segir frá bókinni Sapiens eftir Yuval Noah Harari, sem nýlega kom út á íslensku í þýðingu Magneu. Í þessari metsölubók fer höfundur yfir mannkynssöguna í stuttu máli, en bókin er jafnframt bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni.
María Kristjánsdóttir, leiklistarrýnir Víðsjár, segir hlustendum líka skoðun sína á uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu.
Umsjón með Víðsjá hafa Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

91,037 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

4 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners